Freisting
Skyrið hans Sigga selst vel í Bandaríkjunum (Myndband)
Maður er nefndur Sigurður Hilmarsson. Fyrirtæki hans framleiðir og selur skyr í ýmsum bragðtilbrigðum í Bandaríkjunum undir vörumerkinu Siggi´s skyr. Síðustu misserin hefur velgengni þessa vörumerkis vaxið mjög og til marks um það má nefna að áætlað er að það muni hala inn um sex milljónir dollara á þessu ári vegna sölu vítt og breitt um Bandaríkin, m.a. í Whole Foods verslunarkeðjunni.
Á vefmiðlinum foxbusiness.com var nýverið birt myndband með viðtali við Sigurð þar sem fram kemur að hann hafi sem námsmaður í New York borg árið 2004 farið að farið að gera tilraunir með skyr- og jógúrtframleiðslu.
Ári síðar er varan tilbúin og árið 2006 byrjar hann að selja skyrið sitt á sveitamarkaði í upphéraði New York ríkis. Hjólin fara fyrir alvöru að snúast árið 2007 þegar hann kynnist fyrir tilviljun starfsmanni Whole Foods verslunarkeðjunnar og strax árið eftir er Siggi´s skyr farið að sjást þar í hillum.
Hér að neðan er viðtalið við Sigurð.
www.skyr.com
Greint frá í Bændablaðinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni1 dagur síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir