Vertu memm

Freisting

Skyrið hans Sigga selst vel í Bandaríkjunum (Myndband)

Birting:

þann

Maður er nefndur Sigurður Hilmarsson. Fyrirtæki hans framleiðir og selur skyr í ýmsum bragðtilbrigðum í Bandaríkjunum undir vörumerkinu Siggi´s skyr. Síðustu misserin hefur velgengni þessa vörumerkis vaxið mjög og til marks um það má nefna að áætlað er að það muni hala inn um sex milljónir dollara á þessu ári vegna sölu vítt og breitt um Bandaríkin, m.a. í Whole Foods verslunarkeðjunni.

Á vefmiðlinum foxbusiness.com var nýverið birt myndband með viðtali við Sigurð þar sem fram kemur að hann hafi sem námsmaður í New York borg árið 2004 farið að farið að gera tilraunir með skyr- og jógúrtframleiðslu.

Ári síðar er varan tilbúin og árið 2006 byrjar hann að selja skyrið sitt á sveitamarkaði í upphéraði New York ríkis. Hjólin fara fyrir alvöru að snúast árið 2007 þegar hann kynnist fyrir tilviljun starfsmanni Whole Foods verslunarkeðjunnar og strax árið eftir er Siggi´s skyr farið að sjást þar í hillum.

Hér að neðan er viðtalið við Sigurð.

 

 

 
Á vef Siggi´s skyr má finna frekari upplýsingar um uppgang vörumerkisins, hvar vörurnar fást og hvaða vörur eru boði.
www.skyr.com

Greint frá í Bændablaðinu

/Smári

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss Lagersala - Stórkaup
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið