Vertu memm

Freisting

Kleinuhringjaborgari, súkkulaðihúðað beikon, djúpsteikt smjör… (Myndband)

Birting:

þann

Hoosier-fjölskyldan bandaríska setti í fyrra upp veitingabás á bæjarhátíð í Indiana sem sló í gegn, en þar buðu þau upp á súkkulaðihúðað beikon.

Í ár tókst þeim að endurtaka leikinn með nýjum rétti sem vekur ekki síður mikla hrifningu, en það er kleinuhringjahamborgari með djúpsteiktu smjöri.

Borgarinn er hefðbundinn að því leyti að hann inniheldur grillað kjöt með káli, tómötum og lauk.

Meðlætið er hinsvegar borið fram á milli tveggja sykurhúðaðra kleinuhringja. „Við verðum að halda áfram að prófa eitthvað nýtt til að halda athygli fólks, við reynum að finna upp á nýjum réttum á hverju ári,“ segir matreiðslumaðurinn Dennis Reas sem flakkar á milli bæjarhátíða með veitingabásinn sinn, en þetta kemur fram á vefnum Mbl.is.
Í ár virtist hann hitta naglann á höfuðið því kleinuhringjaborgarinn og meðlætið, djúpsteikt smjör, vakti mikla athygli á opnunardegi hátíðarinnar, sem stendur yfir til 22. ágúst. Samkeppnin er hinsvegar hörð því á hátíðinni er boðið upp á fjölbreytta rétti s.s. djúpsteikt sushi, djúpsteiktar súrar gúrkur, súkkulaðihúðað poppkorn og djúpsteikt sælgæti.

Gestir hátíðarinnar í Indiana flykktust hinsvegar að kleinuhringjaborgarabásnum og voru almennt sammála um að saltur borgarinn og sætt brauðið smyllu saman í gullinni blöndu.

 

Hér að neðan er hægt að sjá viðbrögð gesta við Kleinuhringjaborgaranum ofl. góðgæti:
(Ath. að myndbandið virkar víst bara í FireFox)
 

 
Greint frá á mbl.is
 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið