Freisting
Mun Bjarni Siguróli ýta Jóhannesi af stalli? (Myndbönd)
Nú hefur Klúbbur Matreiðslumeistara gefið upp dagsetningar og fleiri upplýsingar í tengslum við keppnina um Matreiðslumann ársins, sem haldin verður í Vetrargarðinum í Smáralind dagana 23. – 26. september 2010. Ekki er vitað að svo stöddu hvaða fleiri keppnir verða í Vetrargarðinum í Smáralind, en það er ekki úr vegi að rifja aðeins upp keppnirnar frá því í fyrra. Keppnirnar Vínþjónn ársins 2009, Matreiðslumaður Norðurlanda 2009, Matreiðslumaður ársins 2009 og Landshlutakeppnin voru haldnar í Laugardagshöllinni samhliða sýningunni Ferðalög og frístundir helgina 8. – 10. maí 2009. Eins og kunnugt er þá hreppti Jóhannes Steinn Jóhannesson titilinn Matreiðslumaður ársins annað árið í röð í fyrra. Rétt eftir verðlaunaafhendinguna á Matreiðslumanni ársins 2009, laugardaginn 9. maí 2009 tók Freisting.is viðtal við Jóhannes og með honum var Bjarni Siguróli Jakobsson aðstoðarmaður hans. Bjarni hefur núna nýlega lokið við keppnina Bocuse d´Or Evrópa 2010 þar sem hann var aðstoðarmaður Þráins. Fréttamaður Freisting.is hann Matthías spyr Bjarna Óla hvort að hann ætli sér ekki að ýta Jóhannesi af stalli og svarið var: Já bara strax á næsta ári, en bætti síðan við: ég kannski leyfi Jóhannesi vinna eitt ár í viðbót.
|
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt3 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bóndadagurinn nálgast