Vertu memm

Freisting

Mun Bjarni Siguróli ýta Jóhannesi af stalli? (Myndbönd)

Birting:

þann

Nú hefur Klúbbur Matreiðslumeistara gefið upp dagsetningar og fleiri upplýsingar í tengslum við keppnina um Matreiðslumann ársins, sem haldin verður í Vetrargarðinum í Smáralind dagana 23. – 26. september 2010.

Ekki er vitað að svo stöddu hvaða fleiri keppnir verða í Vetrargarðinum í Smáralind, en það er ekki úr vegi að rifja aðeins upp keppnirnar frá því í fyrra.

Keppnirnar Vínþjónn ársins 2009, Matreiðslumaður Norðurlanda 2009, Matreiðslumaður ársins 2009 og Landshlutakeppnin voru haldnar í Laugardagshöllinni samhliða sýningunni Ferðalög og frístundir helgina 8. – 10. maí 2009.

Eins og kunnugt er þá hreppti Jóhannes Steinn Jóhannesson titilinn Matreiðslumaður ársins annað árið í röð í fyrra.

Rétt eftir verðlaunaafhendinguna á Matreiðslumanni ársins 2009, laugardaginn 9. maí 2009 tók Freisting.is viðtal við Jóhannes og með honum var Bjarni Siguróli Jakobsson aðstoðarmaður hans.  Bjarni hefur núna nýlega lokið við keppnina Bocuse d´Or Evrópa  2010 þar sem hann var aðstoðarmaður Þráins.

Fréttamaður Freisting.is hann Matthías spyr Bjarna Óla hvort að hann ætli sér ekki að ýta Jóhannesi af stalli og svarið var: Já bara strax á næsta ári, en bætti síðan við: ég kannski leyfi Jóhannesi vinna eitt ár í viðbót.

 

 

Hægt er að horfa á alla verðlaunaafhendinguna hér um titilinn Matreiðslumann ársins 2009 á eftirfarandi myndbandi:

 

 

Vínþjónn ársins 2009
Freisting.is tók viðtal við Ölbu nýkrýndan Vínþjón ársins 2009.

 

 

Íslenskt Eldhús – Landshlutakeppni 2009
Það voru keppendur frá 5 landshlutum sem kepptu í keppninni  Íslenskt Eldhús og varð Ólafur Ágústsson hlutskarpastur þar frá Austurlandinu.  Nánari umfjöllun, matseðlar og myndir af réttum með því að smella hér.

 

Matreiðslumaður Norðurlanda 2009
Einnig var keppt um titilinn Matreiðslumann Norðurlanda 2009 sem haldin var á Sýningunni Ferðalög og frístundir. Það var Alexander Berg frá Noregi sem sigraði, í öðru sæti var íslenski keppandinn Þráinn Freyr Vigfússon frá Hótel Sögu og í þriðja var Daninn Allan Poulsen.

Fréttamenn freisting.is rétt misstu af Alexander í Laugardagshöllinni en létu það ekki á sig fá og skelltu sér á Hótel Sögu þar sem Alexander gisti og náðu stuttu viðtali við hann þar:

Auglýsingapláss

 

Galakvöldverður Norðurlandaþings var haldin eftir keppnirnar á Hótel Sögu Súlnasal og var öllu skartað, en um 250 manns snæddu 7 rétta kvöldverð að hætti kokkalandsliðsins.

Freisting.is sniglaðist inn í eldhús á Sögu korter fyrir keyrslu og hitti þar meðlimi Kokkalandsliðsins:

 

/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið