Vertu memm

Freisting

Tyrkneskir veitingastaðir í vanda: „Allt innifalið“ drepur viðskiptin

Birting:

þann

Það færist í vöxt að tyrknesk hótel bjóði viðskiptavinum sínum upp á pakka þar sem „allt er innifalið“. Tyrkneskir veitingamenn eru ekki ánægðir með þróunina sem þeir segja ógn við veitingahúsarekstur landsins þar sem ferðamenn fara varla lengur út að borða heldur hangi á hlaðborðum hótelanna.

Norska Dagbladet birti nýlega grein um vanda veitingastaða í tyrkneskum ferðamannabæum en þar segir að hótelin séu að drepa staðbundna veitingastaði með því að bjóða gestum sínum upp á svokallaða “all inclusive” pakka með gistingu, fæði og drykkjum.

Í greininni er m.a. vitnað í veitingamann í ferðamannabænum Side sem segir að miðbærinn sé ekki svipur hjá sjón. Þar sem áður var líflegt mannlíf og veitingahúsalíf sést nú varla fólk, því allir ferðamennirnir drífa sig beint upp á hótel til að borða þar af hlaðborðum. Þessi þróun sé virkileg ógn við menningu svæðisins.

Að sögn Dagbladet eru þó ferðamennirnir glaðir því þeir fá enga bakreikninga eftir sumarfríð þar sem allt er innifalið. Geta þeir sparað mörg þúsund krónur á því að taka slíku tilboði.

Greint frá á Pressan.is

/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið