Vertu memm

Freisting

Michael Riemenschneider opnar nýjan veitingastað

Birting:

þann

Matreiðslumeistarinn  Michael Riemenschneider hefur tekið yfir Thwaites pöbbinn í Cheshire í Bretlandi og opnað að nýju glæsilegan veitingastað í síðustu viku.  Þetta í fyrsta sinn sem hann opnar veitingastað þar sem hann er einn eigandi og enginn viðskiptafélagi.

Á síðasta ári neyddist Michael að loka dyrum á fyrrverandi Michelin veitingastöðunum Abbey í Penzance, Cornwall og Juniper í Altrincham eftir að hafa lent í fjárhagslegum erfiðleikum. Um haustið í fyrra gekk hann til liðs við hótel keðjuna Contessa sem yfirmatreiðslumaður en hætti þar í desember vegna ósætti á milli hans og eigendana, en þetta kemur fram í breska tímaritinu Caterer.

Nýji staðurinn tekur 40 manns í sæti og með nútímalegan breskan matseðil sem inniheldur hráefni sem hægt er að nálgast ekki lengra en 10 mílur frá staðnum.

/Smári

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið