KM
Janúarfundur Klúbbs Matreiðslumeistara
Fundur hófst klukkan 18:00 á venjubundnum félagsstörfum svo sem fundargerð síðasta fundar lesin, umræður og álit þeirra meðlima sem sátu til borðs á galadinnerinum, einnig var rætt um Akureyramálið og alheimsþing WACS í Santiago í Chile, sem er í lok mánaðar sem og keppnin Matreiðslumaður Norðurland sem er haldin í Herning í Danmörku en KM sendir fulltrúa á báðar þessar uppákomur.
KLukkan 19:00 kom gestur kvöldsins en það var Jónína Benidiktsdóttir detox frömuður og var byrjað að snæða hlaðborð að hætti Turnmanna og gerðu menn því góð skil.
Um áttaleitið hófst fyrirlestur Jónínu og kæru félagar þið sem mættuð ekki, þið misstuð sko heldur betur af kvennmanni tala beitta íslensku svo að hörðustu kjaftaskar í klúbbnum roðnuðu í vöngum og endaði hún messuna á 3 eldhúsbröndurum sem ekki eru prenthæfir.
Var henni þökkuð messan með dynjandi lófaklappi, síðan voru önnur mál tekin fyrir og fundi slitið.
Mæting var þokkaleg eða um 40 manns.
Myndir sem fylgja eru teknar af hofljósmyndara KM Guðjóni Steinssyni, en hægt er að skoða þær með því að smella hér (Myndasafn: Meistararnir KM / KM fundur 12 jan 2010 )
Mynd: Guðjón
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni1 dagur síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu