Vertu memm

KM

Norðurlandakeppnin í matreiðslu á næsta leiti

Birting:

þann


Jóhannes Steinn Jóhannesson

Nú um þessar mundir eru matreiðslumennirnir þeir Jóhannes Steinn Jóhannesson, Bjarni Siguróli, Ragnar Ómarsson og Ólafur Ágúst farstjóri í danmörku í Herning Fair Center á sýningunni Foodexpo, en Jóhannes og Bjarni Siguróli koma til með að keppa fyrir hönd íslands um titilinn Matreiðslumaður Norðurlanda.

Ragnar Ómarsson matreiðslumaður er dómari í keppninni, en það er 1 dómari frá hverju landi sem keppir.

Sjálf keppnin Matreiðslumaður Norðurlanda verður á haldin á miðvikudaginn 27. janúar næstkomandi.  Í samtali við fréttstofu sagði Ólafur Ágúst farastjóri eftirfarandi:

„Undirbúningur stendur sem hæst fyrir Norðurlandakeppnina. Við flugum til Kaupmannahafnar í fyrradag og keyrðum upp til Billund þar sem við gistum á Hótel Legoland fyrstu dagana og í vægast sagt góðu yfirlæti! Róandi umhverfi innan um alla Lego-kubbana og nægur tími til að einbeita sér að alvörunni.

Í gær fórum við á sýninguna og fylgdumst með keppninni Matreiðslumaður ársins í Danmörku. Það var mjög skemmtilegt að fylgjast með þeim 10 sem kepptu til úrslita og keppnin var mjög hörð.  Alltaf gaman að fylgjast með uppátækjasömum Dönunum. Strákarnir „okkar“ notuðu tækifærið og njósnuðu um aðstöðuna á keppnisstað og reyndu að koma sér sem mest inní hlutina fyrir stóra daginn á miðvikudaginn.  Óhætt er að segja að spenningur er kominn í strákanna, lítið um svefn og mikið um fundarhöld, bollaleggingar og diskússjón.

En skemmst er frá því að segja að keppnin um Matreiðslumann ársins í Danmerkur fór þannig:

1. Tommy Friis frá Molskroen
2. Brian Mark Hansen frá Søllerød Kro
3. Michael Pedersen frá Villa Vest

Það vakti athygli okkar drengjanna að Allan Poulsen, sem hefur sigrað þessa keppni áður, átti ekki sinn besta dag og lenti í því fimmta.

En eins og fyrr segir þá er Norðurlandakeppnin í matreiðslu á miðvikudaginn og undirbúningur á lokastigi, sagði Ólafur að lokum.

Fleira tengt efni:

23.12.2009 – Nýtt fyrirkomulag á keppninni Matreiðslumaður Norðurlanda

/Smári

Mynd: Matthías

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið