Viðtöl, örfréttir & frumraun
Jólahlaðborð Húsasmiðjunnar slær í gegn
Undirritaður varð þess heiður njótandi að snæða jólahlaðborðið í gærkvöldi og þvílík hamingja.
Það sem er á borðinu er 3 teg síld, 3 teg brauð, terrine með sultu, 2 teg salat, pastasalat, kjúklingalæri, kjúklinganaggar, coctailpylsur, eplasalat, kartöflusalat, bayonneskinka, Purusteik, sykurbrúnaðar kartöflur, rauðkál og grænar baunir.
Rósa Valdimarsdóttir matreiðslumeistari Húsasmiðjunnar stjórnar þessu öllu af myndarskap eins og henni tamt að gera.
Ég náði smá samtali við hana og sagði hún að það hefði verið fullt á hverjum degi frá byrjun og get ég staðfest að í gærkvöldi er ég kom rétt fyrir 18°°, þá var salurinn þegar fullur af gestum og þurfti smá bið til að fá borð.
Eins og áður sagði smakkaðist þetta alveg einstaklega vel og skapar mjög jákvæða ímynd í huga fólks til Húsasmiðjunnar sem örugglega er kjarni þess að þetta er á boðstólunum og á þessu verði kr 990 á manninn.
Eiga veitingamenn svar við þessu útspili verslunarinnar?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla