Freisting
Sterkasti bjór í heimi á markað: 32 % kjarnorkumörgæs sem sendir bjórþyrsta í annan heim
|
Skosk bruggsmiðja ætlar að bjóða öllum lögmálum bjóráhugamanna byrginn með því að setjá á markað bjór sem inniheldur 32 prósent alkóhól.
Þetta er sterkasti bjór sem framleiddur hefur verið, en sá sterkasti var 18,2 prósent og var framleiddur af sömu bruggverksmiðju, en þetta kemur frá á vefnum Pressan.is
Þetta er einstaklega sterkur bjór. Hans á aðeins að njóta í smáum skömmtum og í andrúmslofti aristókratískrar afslöppunar. Á sama hátt og þú nýtur góðs viskís, Frank Zappa plötu eða heimsóknar frá vinalegum en æstum draugi.
Svona hljóma skilaboðin á aðvörunarmiða bjórsins sem framleiðandinn segir setja ný viðmið í bruggun. Bjórinn heitir því frumlega nafni Tactical Nuclear Penguin sem er kannski lýsandi fyrir bjórinn. Hann er rótsterkur og þeir sem drekka of mikið af honum eiga í raunverulegri hættu á að sjá mörgæsir. Bjórinn verður framleiddur í takmörkuðu upplagi og flaskan er í dýrari kantinum, 30 pund stykkið eða 6 þúsund krónur íslenskar.
Hér að neðan má sjá myndband þar sem framleiðendur bjórsins sýna framleiðsluna.
Greint frá á vef Pressan.is
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Okkar þjónusta, þín uppskera – myndir frá Ekrunni á Stóreldhúsasýningunni
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland í 5. sæti á HM
-
Keppni3 dagar síðan
Klúbbur matreiðslumeistara kynnir nýtt Kokkalandslið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vel heppnað Sumac PopUp á LYST á Akureyri – Reynir: Þetta gekk ótrúlega vel. Það var allt uppbókað og mjög góð sætanýting…. – Myndaveisla
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Umsókn um nám í framreiðslu, kjötiðn, matartækni og matreiðslu á vorönn 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lambasnitsel í raspi og margir girnilegir réttir á mánaðartilboði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla