Freisting
La Vita Bella 10 ára
Kallinn í brúnni
Ari Hallgrímsson, yfirmatreiðslumaður á La Vita Bella
Undirritaður var staddur fyrir norðan um daginn og átti þess kost að snæða kvöldverð í boði Bautamann, sem fulltrúi Freisting.is, vegna afmælis áðurnefnds staðar, og kemur hér á prenti hvernig sú heimsókn fór.
Á móti okkur tók Hallgrímur Arason annar af tveimum eigendum staðarins og bauð til sætis, það hefur verið lengi veitingarekstur í þessu húsnæði því forveri núverandi staðar var rekinn í 22 ár, en þar á ég við Smiðjuna sem opnaði árið 1977 um vorið, en á árinu 1999 fannst eigendum að Smiðjan væri hægt og bítandi að vaxa frá markaðinum og að það sem var vinsælast í eldamennsku á þeim tíma var ítalskt eldhús og eins og við manninn mælt var La Vita Bella fæddur sem eimitt heldur upp á stórafmæli um þessar mundir sem segir kannski að þeir Bautamenn hafi breytt á hárréttu augnabliki.
Nýlega varð stækkun á salarkynnum staðarins en margir muna eftir sjoppunni sem var á þeirri hlið er snéri út á götu, hún er farin og nú er kominn salur sem hægt er að loka frá aðalsalnum með öllum nútíma fundartækjum og stækkar þetta staðinn um 20 sæti og fer í um 80 sæti alls, einnig hleypa gluggarnir inn birtu sem lýsir upp salinn sem er bara af hinu góða.
Nú kom þjónustustúlkan með heimabakað brauð og ólífumauk og var það upphaf að neðangreindum matseðli:
Beikonvafðir sniglafylltir sveppahattar með hvítlaukssmjöri og Parmasan osti
#
Nauta carpaccio með salati, furuhnetum sítrónu og ólífolíu
#
Tagliatelle og humar í koníaksbættri Humarsósu með grænmeti
#
Steiktur Saltfiskur ( bacaloo ) með papriku og villisveppasósu
#
Heit súkkulaðikaka með blautum kjarna borinn fram með ávöxtum og heimalöguðum Vanilluís
Það sem ég tók eftir er brauðið kom á borðið var að smjörið var borið fram á brauðendum en ekki í skál, og fannst mér það frábær hugmynd.
Maturinn smakkaðist alveg prýðilega, engar flugeldasýningar eða túristayfirbragð heldur þessi góði mömmu fílingur, hárrétt soðið pasta, afburða carpaccio, mild og tær brögð sem öll tengjast Ítalíu á einhvern hátt.
Óskum við á Freistingu.is þeim La Vita Bella mönnum til hamingju með afmælið og ósk um gott gengi í framtíðinni.
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or23 klukkustundir síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Keppni2 dagar síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Frétt4 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun