Freisting
Kahlúa kökukeppni 2009
Óhætt er að segja að þessi keppni hafi fengið fljúgandi start, því 44 aðilar skiluðu inn kökum í keppnina og voru dómarar í vanda staddir að þurfa að smakka á svona miklum sykri og kahlúa og sagði einn dómarinn við mig að lappirnar á honum vípruðu.
Dómarar voru eftirtaldir:
-
Hafliði Ragnarsson, Mosfellsbakarí yfirdómari
-
Steingrímur Sigurgeirsson Morgunblaðið – www.vinotek.is
-
Sólveig Baldursdóttir, Gestgjafinn
-
Þórarinn Eggertsson, Gullfoss
-
Erling Valgarðsson ( Elli ) listamaður
Sigurvegarar voru eftirfarandi:
1 sæti Sigurður Már Guðjónsson Bernhöftsbakarí
2 sæti Ásgeir Sandholt Sandholtsbakari
3 sæti Stefán Hrafn Sigfússon Mosfellsbakarí
Óhætt er að segja að umgjörðin í kringum keppnina var til fyrirmyndar og gaman að sjá hvað margt var um manninn í salnum að smakka á kökunum en allir fengu tækifæri að smakka á þeim eftir að þær höfðu verið dæmdar.
Óskum við á Freisting.is þeim hjá www.mekka.is og IslAm til hamingju með afrakstur dagsins með von um að þessi keppni sé komin til að vera.
Smellið hér til að skoða uppskrift að vinningskökunni (Pdf-skjal).
Myndir: Matthías
Myndir: Matthías
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or22 klukkustundir síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Keppni2 dagar síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla