Vertu memm

Freisting

Jónína Bjartmarz rekur hótel í Kína

Birting:

þann

Jónína Bjartmarz, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins, hefur opnað hótel í borginni Xiamen í Kína ásamt eiginmanni sínum, Pétri Þór Sigurðssyni. Hótelið heitir Boutique Rendezvous og er í kínverskri villu frá árinu 1930.

„Þetta er yndislegt, gamalt hús; hér er hátt til lofts og vítt til veggja. Það þurfti heilmikla tiltekt og endurbætur á húsinu áður en við opnuðum. Við leigjum nú út ein sex herbergi í húsinu,“ segir Jónína og bætir því við aðspurð að þau hafi leigt villuna til nokkurra ára undir hótelið.

Jónína segir að þau hjónin hafi verið byrjuð á verkefninu fyrir bankahrunið og að þau hafi blessunarlega náð að klára að standsetja villuna undir hótelreksturinn. „Þetta er aðallega notalegt hjá okkur myndi ég segja. Við erum bara með lítinn og nettan rekstur, erum til dæmis ekki með sundlaug. Hvert herbergi er með svölum og eigin baðherbergi og svo erum við með stóran garð þar sem gott er að vera,“ segir Jónína en hótelið er miðsvæðis í borginni sem er mikill ferðamannastaður. „Þetta er yndislegur staður og eiginlega eini staðurinn í Kína sem ég hefði getað hugsað mér að búa á,“ en Jónína kom fyrst til landsins fyrir fimm árum.

Hún segir þó langt í frá að hún sé alfarið flutt til Kína heldur ætli hún aðeins að vera þar með annan fótinn á næstu árum. „Ég er fyrst og fremst Íslendingur og verð alltaf,“ segir Jónína. Hún segir, í samtali við DV frá Kína í gegnum Skype, að enn erfiðara sé að vera í útlöndum þegar ástandið er svo slæmt heima á Íslandi, þá reiki hugurinn miklu oftar heim til vina og vandamanna en þegar vel árar.

Greint frá á Dv.is

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið