Vertu memm

Freisting

Rub 23 stimplar sig inn

Birting:

þann

Einar Geirsson hefur verið með veitingarekstur í 5 ár í gilinu á Akureyri en gatan heitir Kaupvangsstræti og er númer þar sem staðurinn er 23.  Var hann framan af rekinn undir nafninu Cafe Karólina en í fyrra breytti chefinn  um stefnu í matnum og breytti salnum, stækkaði svalirnar um helming og var kominn með góða stærð á rekstraeiningu.

Í matnum tók hann inn rub krydd sem grunn í eldamennskunni og getur fólk valið hvaða blöndu það vill á hvort sem er kjöt eða fisk, og þar með lá nafnið á staðnum í augum uppi Rub 23, með vísan í kryddblöndunar og húsnúmer staðarins.

Ég átti þess kost ekki alls fyrir löngu að smakka á matnum hjá Einari við annan mann.  Matseðillinn var eftirfarandi:

Umi sushi and sashimi

Bread and indianjogurt

Sushi pizza, arctic char tempura and maki with unagi sauce

Chefs garden salad with soya-sesam dressing

Chefs garden carrots, garlic, mynt and lime

Asian-house-arabian-creola-magic pepper rub

Cod magic pepper rub, icelandic lobster tail, frozen coconut-sake

Mixed seafood plate with catfish creola-salted cod citrus rosmary-flounder asian arctic char sweet mango chilly-wakame asian salad

Filled of lamb in indian rub with potato eskó

Baked rhubarb frangipane with honey whiskey ice crème

Við höfðum fengið á borðið línur af kryddblöndunum til smökkunar og fannst okkur báðum að þær væru svolítið saltar og vorum spenntir hvernig þær kæmu út komnar á hráefnið og verður að viðurkennast að það kom okkur vel á óvart hversu mildar þær voru eftir eldun og hvað samspil hráefnis, eldunar, kryddunar og framsetning var á háu stigi, fljótt svarað besta máltíð norðan heiða sem ég hef borðað og ekki skemmdi fyrir frábær þjónusta frá hendi faglærðs Þjóns honum Sigmari sem passaði upp á að alltaf var bensin á kantinum.

Einar er svolítið að rækta heima hjá sér, en hann býr fyrir utan Akureyri og er að rækta t.a.m. kryddjurtir, káltegundir, jarðaber og gulrætur sem hann notar á staðnum og er það vel að matreiðslumenn hafi sens fyrir þessu því þarna er hægt að spara í rekstri.

Það voru 2 afar sátti gestir sem kvöddu þá félaga Einar og Sigmar með þökk fyrir þá upplifun sem hér á undan er lýst og megi þeim farnast vel í framtíðinni.

 

/Sverrir

 

 

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið