Freisting
Indverskir dagar á Grand Hotel
Síðastliðinn föstudag var fulltrúa frá Freisting.is boðið að koma og smakka á Indverskum veigum í hádeginu, þar sem ég var á vakt kom það í minn hlut að mæta.
Það sem var á hlaðborðinu var 2 tegundir af salati, hrísgrjón, kartöflur og blómkál soðið í turmerick, linsubaunir lamb Karma, kjúklingur í karrý og grænmeti í indverskri sósu, úrval af brauði og desertborð með indverskum réttum og úrvali feskra ávaxta. Í upphafi var borin á borð seyði úr tómat og myntu. Allt smakkaðist þetta með ágætum og geta Grand menn verið sáttir með þessa uppákomu.
Einnig voru dansatriði frá Bollywood og var virkilega gaman að fylgjast með þeim og gaf góða fyllingu í hádegið.
Meðan ég sat var ég var við að þjónarnir þurftu trekk í trekk að visa frá gestum þar sem salurinn var fullsetinn og gott betur og sýnir að það er töluvert stór hópur sem er tilbúinn að prófa eitthvað nýtt og ætti það að hvetja Grandmenn til dáða og koma með fleiri þjóðarkynningar.
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or22 klukkustundir síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Keppni2 dagar síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla