Freisting
Undirbúningur fyrir Bocuse d´Or á fullu
Freisting.is fór á kynningarfund um Bocuse d´Or á Hótel Holti í dag. Á fundinum var kynnt starfsemi Bocuse d´Or Akademiunar ehf og farið yfir síðastliðnar keppnir og þeim keppendum sem hafa farið fyrir Íslands hönd í gegnum árin.
Þrír matreiðslumenn voru mættir en ætla má að fleiri séu að hugsa sig um að taka þátt en undankeppni verður haldin á Grandhótel þann 30. október næstkomandi.
Æskilegt væri að hafa að minnsta kosti 5 keppendur þannig að nú er bara að skrá sig, lokadagur fyrir skráningu í forkeppni er miðvikudagurinn 23. september hjá akademíunni. (www.bocusedor.is)
Keppnisfyrirkomulag verður með því sniði að keppendur koma með allt hráefni tilbúið, kjöt, fisk, soð, sósur, meðlæti ofl. einungis er raðað saman á staðnum og sett upp á diska frá www.fastus.is, eldað fyrir 8 manns og 30 mínútur milli rétta! Keppendur fá 2 klukkutíma til að athafna sig og mæta með öll tæki og tól sjálfir, þó verða vinnuborð á staðnum og hægt að komast í ofn.
Hráefnið verður:
lúða um 5 kg fiskur og lambaskrokkur (meðalskrokkur), 2 tegundir af meðlæti með forrétt og aðalrétt. Dómarar verða 5 talsins, íslenskir og erlendir og er nánast klárt að Mathias Dahlgren (www.mathiasdahlgren.com) mætir og dæmir að sögn akademiunar.
Forkeppni fyrir sjálfa aðalkeppnina verður 6. og 7. júní 2010 í Genf og koma 20 lönd til með að keppa og komast 12 áfram, 5 efstu lönd úr síðustu keppni eru sjálfkrafa kominn með keppnisrrétt, hráefni í Genf verður lúða og kálfur og tvær tegundir af meðlæti með forrétt og aðalrétt.
Nú er bara að taka ákvörðun og skrá sig!
Bocuse d´Or verður svo haldinn í Lyon 28. og 29. janúar 2011.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á kynningarfundinum í dag.
Myndir og texti: Matthías Þórarinsson
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt1 dagur síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt1 dagur síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti