Freisting
Villibráðin hafin á Grillinu
Nú er villibráðin hafin á hótel og veitingastöðum víðsvegar landið og er Grillið á Sögu engin undantekning. Matseðillinn á Grillinu er íslenskur og eru villibráð og villtir sveppir í aðalhlutverki, ásamt villtum laxi á meðan hann gefst.
Á Grillinu starfa Þráinn Freyr aðstoðar yfirmatreiðslumaður og Torfi vaktstjóri sem halda nemunum við efnið.
Torfi var hæstur á sveinsprófi og er alinn upp á vox og Þráinn þekkja nú allir. Bjarni G. Kristinsson yfirmatreiðslmaður Grillsins tekur allar vaktir ásamt því að stjórna hótelinu með harðri hendi með þeim Kidda, Bjössa, Norbert og Sigurgrím.
Sumarliði, matreiðslumaður er hinum megin við afgreiðsluborðið á Grillinu og stjórnar þar þjónum, gestum osfr.
Í dag eru 14 matreiðslunemar á samning og af þeim 14 er einn kvenmaður sem læra fræðin sín á Sögu.
Einnig á Grillið góða menn að, sem koma á aukavaktir en það eru t.a.m. Ægir og Sigga Helga en þeir félagar eru með aðra löppina í útlöndum.
Meðfylgjandi myndir eru af réttum á villibráðamatseðli Grillsins , teknar af Bjarna yfirmatreiðslumanni.
Birki leginn lax, perur og svartrót
Birch marinated salmon, pears and salsify
Íslensk sandhverfa, villisveppir, blaðlaukur, ristað brauð
Icelandic turbot, wild mushrooms, leek and toast
Austfirskt hreindýr og villifuglar með sykurbrúnuðum kartöflum, appelsínu og hnetusmjöri
East coast reindeer and wild birds with sugar glazed potatoes orange and burre nositte
Ber á ýmsa vegu,skyr og hvít súkkulaði
Berry variation ,Skyr and white chocolat
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or19 klukkustundir síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or21 klukkustund síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Keppni2 dagar síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla