Freisting
Nings á Stórhöfða 5 ára
Í tilefni þessa tímamóta og að sama dag var Grafarvogsdagurinn haldinn ákváðu þeir Ningsmenn að koma með pottinn stóra sem þeir hafa notað á Fiskideginum Mikla á Dalvík suður og laga asíska fiskisúpu og bjóða gestum og gangandi upp á og að sjálfsögðu var Freisting.is mætt á svæðið.
Hér ber að líta hvaða hráefni var notað í súpuna:
Thai Choise Kókosmjólk
Thai Choise Tom Yum paste
Tómatpurre
niðursoðnir tómatar
Grænmetið í súpuna, sem að sjálfsögðu var ferskt:
Laukur
Blaðlaukur
Hvítlauku
Engifer
Chilli
Lemongras
Galanga
paprika
Gulrætur
Koríander og vel af því
Lime
Fiskisósa
grænmetiskraftur
Fiskurinn í súpunni var:
Rækja ,steinbítur ,karfi og Ýsa.
Lagaðir voru 1500 lítrar af súpunni og geri aðrir betur, smakkaðist hún vel og reif aðeins í byrjun en rann út í rjóma.
Hilmar rekstrastjóri Nings fór með mig skoðunarferð um staðinn og að sjálfsögðu var kíkt á eldhúsið og hafði maður á tilfinningunni að vera staddur í sölubás hjá fyrirtæki sem selur tæki og það sem ég hreifst mest af var að það var blásið inn lofti fremst í háfninum, þannig að dragsúgur myndaðist ekki og það var alltaf sami þrýstingur á loftinu þó svo hún væri á fullu.
Hilmar sá sig auman á kallinum að lítið box af súpu væri ekki nóg í þennan skrokk og bauð upp á hádegisverð og valdi ég svínarif og steikt hrísgrjón og samkvæmt hefðinni bensín á kantinn, alveg frábært á bragðið.
Ég segi bara til hamingju með áfangann og vona að þeir verði miklu fleiri.
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni12 klukkustundir síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni15 klukkustundir síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu