Freisting
Til Kazastan með FH
Upp kl. 04:00, brekki kl.05:00. Morgunmaturinn var mjög flottur, fjölbreyttur, ferskur, fallega framsettur og mjög bragðgóður. Það tók nokkra stund að finna allan farangurinn, sérstaklega þann sem fór í kæli. Starfsmenn á vakt voru ekki vissir hvar ætti að leita enda ekki á vakt þegar farangurinn var settur í kæli.
Í Kazakstan lærði ég gott ráð við þesskonar leitum og kem ég seinna að því, enda enn ekki kominn til Kazakstan í sögunni.
Í innritunni tók á móti okkur úrill dönsk kona sem fannst við vera með alltof mikinn farangur og að við hefðum þyrft að koma 2 tímum fyrr.
Þegar að útgönguhliði var komið leið manni eins og að maður væri komin 20 ár aftur í tímann því að við þurftum að fara í strætó út á flugbrautina sem flutti okkur um borð í skrúfuþotuna sem skyldi fara með okkur til Kazakstan. Skýringin á 20 árunum afturbak blasti við okkur er við gengum um borð í strætóinn. Flugvél frá Sterling blasti við okkur á rampi rétt hjá okkur. Líklega eru veðböndin á flugvelinni svo mikil að ekki má hreyfa hana.
Manst ekki eftir mér
En aftur til ársins 2009 og í loftið því að framundan var 7 tíma flug til Aktobe í Kazakstan. Farkosturinn var skrúfuþota, 60 manna með dönskum og sænskum flugmönnum og tveimur sænskum flugfreyjum. Allt saman hið besta fólk og öll þjónusta til fyrirmyndar.
Höfðu allir tvö sæti fyrir sig hægt var að leggja niður sætisbök svo að plássið yrði meira. Maturinn var danskur, rúllupuylsa, ostur, sulta, gúrka, brauðbiti og orkukex. Nesti seinna í ferðinni samloka með salami og osti, nóg var að drekka um borð. Millilent var í Riga í Lettlandi og tekið bensín. Það mígringdi í Ríka. Okkur var plasserað út á einhverri afdalaflugbraut og þar þurftum við að bíða í rúma klukkustund eftir bensíni. Ekki var upplífgandi útsýnið sem við höfðum á meðan (sjá mynd). Í loftið og haldið til Kazakstan.
Við vorum heppnir að fá skrúfuþotu
Ég er Húnvetningur að upplagi og hef gaman af því að tala, en önnur flugfreyjan, Aníta Tungufoss, mátaði mig gjörsamlega með því að tala við hina flugfreyjuna, flugvirkjann og sjálfa sig stanslaust alla leið til Kazakstan. Hún var reyndar mjög góð og gerði þessa ferð eins þægilega fyrir FH liðið sem mest hún mátti og gerði allt sem hún gat til þess að vel færi um leikmennina og á hún og áhöfnin miklar þakkir skildar. Henni þótti það ekki leiðilegt að geta talað við mig á lýtalausri sænsku, að hennar sögn.
Lent var á flugvellinum í Aktobe kl.18:30 að staðartíma. Á móti okkur tók veggur, hitaveggur því að sól skein og hitinn var ca. 35 °C. Einnig voru þarna hermenn og konur sem störfuðu á fluvellinum. Það var greinilegt að þeim fannst það mjög merkilegt að taka á móti fólki frá landi svona langt í burtu þannig að í þeirra augum vorum við frá Langtíburtistan. Að sjálfsögðu vorum við settir í strætó þessa 50 metra sem voru að flugstöðinni. Við fengum lögreglufylgd frá flugstöðinni að hótelinu og það sem eftir var af dvölinni var alltaf lögregluvörður í kringum okkur, okkur til verndar.
Kallinn tekinn við í Kazakstan
Ég var kominn niður í eldhúsið kl. 19:15 og leikmennirnir þurftu að fá mat kl. 19:50. Ég er jú sjö mínútna kokkurinn og skellti ég yfir tómatsúpu, smurði samlokur með skinku og osti og skar niður ávexti. Með þessu fengu leikmennirnir vatn og appelsínusafa að drekka. Síðan var tekið til við að elda kvöldmatinn sem vera átti kl. 23:00.
Starfsfólkið var mjög spennt yfir veru minni þarna og búið að hlakka mikið til að sjá erlendan kokk sýna listir sínar. Það var tilbúið til þess að hjálpa mér á allan hátt og hjálpaði mér mikið. Kvenfólkið var fljótt að spyrja hvað ég væri gamall og hvort að ég væri giftur en þetta voru þó aðallega konur á mínum aldri, þær voru greinilega að vonast til þess að komast í feitt. Þær yngri vildu vita hvenar ég færi heim. Karlmennirnir töluðu litla sem enga ensku, en með handapati og fagmáli gátum við talað saman. Yfirkokkurinn var af kínversku bergi brotinn og átti fjölskyldan götuveitingastað rétt hjá hótelinu. Hann var mjög áhugasamur og fannst allt mjög merkilegt sem ég gerði.
Hann er vinsæll og veit af því. (Strákskrattin kom gjörsamlega aftan að mér.)
Kvöldmaturinn var aspassúpa, grísasnitzel og kjúklinasnitzel með hrísgrjónum, smjörsteiktum íslenskum kartöflum, eplasalati og piparsósu og gulróarkaka í eftirrétt. Ég notaði íslenskt vatn í súpuna, sósuna og til þess að sjóða hrísgrjónin.
Ég spjallaði við starfsfólkið í smástund og vildi það fá að vita sem mest um Ísland og íslendinga. Það vissi ekkert um Ísland en einn bakarinn þekkti tónlist Bjarkar en hélt að hún væri ensk. Þau þekktu ekki til Youtube.com. Starfsfólkið vann á vöktum, 24 tíma streit og svo frí í tvo daga. Það hefði fundið dótið á Hilton Hótelinu í Köben strax og ekki borið fyrir sér að hafa ekki verið á vakt daginn áður.
– I hluti
Það var Ingvar Guðmundsson á Salatbarnum sem tók saman þessa ferðasögu.
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni12 klukkustundir síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni15 klukkustundir síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu