Vertu memm

Freisting

Fiskfélagið "sektar" sveitta hlaupara

Birting:

þann

Mikið fjölmenni var samankomið í miðborg Reykjavíkur í dag og morgun þar sem Reykjavíkurmaraþon og Latabæjarhlaup Íslandsbanka fóru fram. Nokkrir dropar féllu á höfuðborgarsvæðinu framan af degi en viðstaddur áttu von á meiru þegar þeir sneru aftur að bifreiðum sínum að hátíðinni lokinni.

Tugir, ef ekki hundruð, ökumanna höfðu lagt ólöglega upp á vegköntum meðfram Gömlu-Hringbraut, Njarðargötu og í nágrenni við Hljómskálagarðinn nokkuð sem vanalega hefur þýtt að ökumenn eru beittir sektum.


Þetta er EKKI stöðumælasekt
Við vildum bara láta þig vita að glænýr veitingastaður Fiskfélagið
hefur opnað á Vesturgötu 2a Grófartorgi  –  101 Reykjavík

Blaðamaður DV veitti því athygli að nánast hver einasta bifreið leit út fyrir að hafa fengið sekt undir rúðuþurrkuna á framrúðunni. Hátíðargleðin hefur því væntanlega runnið af mörgum þreyttum hlauparanum nú í dag þegar halda átti heim á leið. En ekki var þó allt sem sýndist.

Þegar betur var að gáð reyndist ekki um stöðumælasekt að ræða heldur auglýsingu sem laumað hafði verið undir rúðuþurrkur bifreiðanna. Margur maraþonhlauparinn hefur því væntanlega andað léttar eftir að hafa gáð betur að.

Á miðanum sem dreift var segir stórum stöfum: „Þetta er EKKI stöðumælasekt.“

Það sem miðinn reyndist vera var auglýsing frá Fiskifélaginu um opnun nýs veitingastaðar, en þetta kemur fram á vef DV.is

/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið