Freisting
Einn af fimm beztu matstöðum landsins
Jónas Kristjánsson ættu margir að þekkja úr veitingageiranum enda ófáir pistlar frá honum sem hafa birst í mörgum blöðum og tímaritum, þar sem hann segir sitt álit á veitingastöðum.
Jónas hefur birt núna á vefsíðu sinni jonas.is um matstaðinn Halastjörnuna að Hóli í Öxnadal og segir að staðurinn sé einn af fimm beztu matstöðum landsins.
Hér eftirfarandi eru hans skrif:
Alltaf er jafn notalegt að koma í Halastjörnuna að Hóli í Öxnadal. Þar geng ég inn í fyrra hluta síðustu aldar innan um húsbúnað að hætti langafa og langömmu. Nú er bara boðinn matur á kvöldin, sexréttað fyrir 7.300 krónur á mann. Oftast er nýr fiskur aðalréttur og mikið notað af kryddi úr hólunum í túninu. Í hádeginu og fram til fjögur er boðin matarmikil fiskisúpa á 2.400 krónur. Hún var þykk og flott og bragðgóð, með miklu af kryddjurtum, svo og risarækju, lax og steinbít. Systurnar Guðveig og Sonja Lind Eyglóardætur eiga og reka staðinn af myndarbrag. Einn af fimm beztu matstöðum landsins.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Frétt5 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó