Freisting
Eru sjónvarpsstöðvar að taka við sér?
Það er gleðiefni að sjá loksins faglærða matreiðslumenn stjórna matreiðsluþætti í sjónarpsstöðvum hér á íslandi, en í langan tíma hafa matreiðsluþættirnir verið með ófaglærðum einstaklingum sem sýna hvernig meðhöndla á hráefni og uppskriftir.
Nýi matreiðsluþátturinn sem um ræðir heitir Matarklúbburinn og er sýndur á Skjánum. Það er einn okkar fremstu matreiðslumönnum á íslandi sem stjórnar þeim þætti, en það er enginn en annar en hún Hrefna Rósa Sætran, eigandi Fiskmarkaðsins og meðlimur í kokkalandsliðinu.
Þarna er um að ræða virkilega skemmtilega þætti sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Hrefna kennir áhorfendum að töfra fram einfalda og ljúffenga rétti og einnig eru sumir réttirnir í veitingahúsastíl, flóknir en þó útfærðir á einfaldan hátt.
Hægt er að nálgast þættina á vef Skjásins með því að smella hér
Matarklúbburinn eru á dagskrá á mánudagskvöldum kl. 20.30.
Þátturinn er síðan endursýndur á miðvikudögum kl. 7.30 að morgni og kl. 12.00 á hádegi, á fimmtudögum kl. 19.30 og á laugardögum kl. 17.30.
Heimasíða Fiskmarkaðsins: www.fiskmarkadurinn.is
Hrefna Rósa Sætran
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni11 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni3 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast