Vertu memm

Freisting

Ný sælkeraverslun með vörur beint frá bóndanum

Birting:

þann

Freisting.is er einn af þeim notendum sem að heildsölufyrirtækið Vín og Matur sendir fréttabréf til, en margir hverjir ættu að kannast við það ágæta fjölskyldufyrirtæki sem að hjónin Arnar og Rakel reka af mikilli ástríðu. 

Í nýjasta fréttabréfi frá þeim, kemur fram að þau ætli sér að opna litla verslun sem kemur til með að vera með íslenskar sveitavörur í boði.

Verslunin hefur fengið nafnið Frú Lauga Bændamarkaður og verður við Laugalæk 6 í Reykjavík (við hliðina á ísbúðinni).

Á boðstólnum verður eins og áður sagði sveitavörur og eru þær beint frá bóndanum, t.a.m. grænmeti, kjöt af ýmsu tagi, ís, sólþurrkaður þorskur, skelfiskur, bleikja svo eitthvað sé nefnt.

Þau hjónin fóru í rannsóknarleiðangur um landið nú fyrir stuttu og ræddu meðal annars við bændur og allskyns framleiðendur, en hægt er að skoða myndir frá ferðalagi þeirra með því að smella hér.  Áætlaður opnunartími er í byrjun ágúst næstkomandi.

Freisting.is ætlar að fylgjast vel með gangi mála við undirbúning og opnun sælkeraverslunarinnar og flytja ykkur fréttir um leið og þær berast.

Auglýsingapláss

Heimasíða: www.frulauga.is

/Smári

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið