Freisting
Ofurkokkurinn Gordon Ramsey í fjárhagsvandræðum
Ofurkokkurinn, Íslandsvinurinn og strigakjafturinn Gordon Ramsey er kominn í veruleg fjárhagsvandræði. Samkvæmt frétt í Financial Times hefur Ramsey brotið gegn skilmálum fyrir rúmlega 10 milljón punda eða um 1,7 milljarða kr. rekstrarláni frá Royal Bank of Scotland (RBS).
Þetta þýðir að RBS getur krafist þess að lánið verði strax gert upp í heild sinni en það er með veði í núverandi og framtíðareignum Ramseys.
Fyrr í vetur yfirtók RBS lán sem Kaupþing hafði veitt Ramsey upp á 4,2 milljónir punda eða um 680 milljónir kr. þegar Kaupþing komst í þrot í Bretlandi.
Ramsey er nú í samningaviðræðum við RBS um fjármál sín. Hann rekur sælkeraveitingahús víða um heiminn og árið 2007 nam velta þeirra tæplega 42 milljónum punda eða um 6,8 milljörðum kr..
Eignarhaldsfélag það sem Ramsey á og rekur veitingahús hans er talið 67 milljón punda virði. Ramsey á 67% af því en tengdafaðir hans, Chris Hutcheson er skrifaður fyrir 33% hlut.
Ramsey er talinn einn besti kokkur í heimi og er hann í þriðja sæti hvað Michelin-stjörnur varðar en hann er handhafi að 14 slíkum stjörnum.
Af vef Visir.is
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Starfsmannavelta15 klukkustundir síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Frétt4 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði