Vertu memm

Freisting

Ofurkokkurinn Gordon Ramsey í fjárhagsvandræðum

Birting:

þann

Ofurkokkurinn, Íslandsvinurinn og strigakjafturinn Gordon Ramsey er kominn í veruleg fjárhagsvandræði.  Samkvæmt frétt í Financial Times hefur Ramsey brotið gegn skilmálum fyrir rúmlega 10 milljón punda eða um 1,7 milljarða kr. rekstrarláni frá Royal Bank of Scotland (RBS).

Þetta þýðir að RBS getur krafist þess að lánið verði strax gert upp í heild sinni en það er með veði í núverandi og framtíðareignum Ramseys.

Fyrr í vetur yfirtók RBS lán sem Kaupþing hafði veitt Ramsey upp á 4,2 milljónir punda eða um 680 milljónir kr. þegar Kaupþing komst í þrot í Bretlandi.

Ramsey er nú í samningaviðræðum við RBS um fjármál sín. Hann rekur sælkeraveitingahús víða um heiminn og árið 2007 nam velta þeirra tæplega 42 milljónum punda eða um 6,8 milljörðum kr..

Eignarhaldsfélag það sem Ramsey á og rekur veitingahús hans er talið 67 milljón punda virði. Ramsey á 67% af því en tengdafaðir hans, Chris Hutcheson er skrifaður fyrir 33% hlut.

Ramsey er talinn einn besti kokkur í heimi og er hann í þriðja sæti hvað Michelin-stjörnur varðar en hann er handhafi að 14 slíkum stjörnum.

Auglýsingapláss

Af vef Visir.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið