Freisting
Skar sig á kryddpylsuvél og fékk 1,5 milljón
Síld og fiskur ehf. þarf að greiða starfsmanni sínum 1.508.172 krónur í skaðabætur vegna vinnuslyss. Konan varð fyrir slysi við vinnu þegar hún var að þrífa kjötskurðarvél sem notuð er til að skera niður kryddpylsur.
Til þess að þrífa vélina var nauðsynlegt að taka hana í sundur að hluta. Þegar konan mundaði skrúflykil sem hún þurfti til að losa bolta sem hélt skurðblaði vélarinnar föstu rann vinstri hönd hennar af lyklinu með þeim afleiðingum að handarbak hennar hafnaði á skurðblaðinu. Skurður hlaust af. Konunni var ekið af samstarfsmanni á slysadeild en þar var henni sagt að þriggja tíma bið væri eftir aðstoð.
Lét hún því keyra sér annað þar sem hún var skoðuð af lækni sem komst að þeirri niðurstöðu að hún þyrfti að fara strax í aðgerð.
Þótti Héraðsdómi Reykjavíkur að vísu ekki full sannað að fyllstu öryggiskröfum hafi ekki verið gætt varðandi kryddpylsuvélina, en þótti að Síld og fiskur yrði að bera hallann af sönnunarskorti um það atriði. Óumdeilt væri að konan hefði orðið fyrir líkamstjóni og bæri því að taka kröfur hennar í málinu til greina.
Auk skaðabóta var Síld og fisk gert að greiða málskostnað upp á rúmar 712.000 krónur sem greiðist í ríkissjóð.
Af vef Dv.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt1 dagur síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Vín, drykkir og keppni3 klukkustundir síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé