Vertu memm

Freisting

Skar sig á kryddpylsuvél og fékk 1,5 milljón

Birting:

þann

Síld og fiskur ehf. þarf að greiða starfsmanni sínum 1.508.172 krónur í skaðabætur vegna vinnuslyss. Konan varð fyrir slysi við vinnu þegar hún var að þrífa kjötskurðarvél sem notuð er til að skera niður kryddpylsur.

Til þess að þrífa vélina var nauðsynlegt að taka hana í sundur að hluta. Þegar konan mundaði skrúflykil sem hún þurfti til að losa bolta sem hélt skurðblaði vélarinnar föstu rann vinstri hönd hennar af lyklinu með þeim afleiðingum að handarbak hennar hafnaði á skurðblaðinu. Skurður hlaust af. Konunni var ekið af samstarfsmanni á slysadeild en þar var henni sagt að þriggja tíma bið væri eftir aðstoð.

Lét hún því keyra sér annað þar sem hún var skoðuð af lækni sem komst að þeirri niðurstöðu að hún þyrfti að fara strax í aðgerð.

Þótti Héraðsdómi Reykjavíkur að vísu ekki full sannað að fyllstu öryggiskröfum hafi ekki verið gætt varðandi kryddpylsuvélina, en þótti að Síld og fiskur yrði að bera hallann af sönnunarskorti um það atriði. Óumdeilt væri að konan hefði orðið fyrir líkamstjóni og bæri því að taka kröfur hennar í málinu til greina.
Auk skaðabóta var Síld og fisk gert að greiða málskostnað upp á rúmar 712.000 krónur sem greiðist í ríkissjóð.

Af vef Dv.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið