KM
Febrúarfundur Klúbbs matreiðslumeistara
Sæll félagi,
febrúarfundur KM, sem jafnframt er Þorrafundur, verður haldinn þriðjudaginn 3. febrúar og hefst stundvíslega klukkan 19:00.
Að þessu sinni verður farið út á land, nánar tiltekið í félagsheimili Seltjarnarnes að Suðurströnd.
Það er enginn annar enn Þorraprinsinn Ísak sonur Runólfs sem töfrar fram kræsingar, sem honum er einum lagið. Það er vitaskuld Kjarnafæði sem útvegar þorramatinn á þennan fund.
Fundurinn verður með hefðbundnu þorrasniði og er matarverðið ISK 2.500,- og er einn drykkur innifalinn (gos, bjór eða einfaldur).
Veglegur Þorra-dráttur verður í boði skemmtinefndar og margt fróðlegt sem og skemmtilegt á þennan Þorrafund.
Þorrafundarefni:
Bocuse d´Or
NKF þingið í maí.
Global Chef Challenge
Gamla eldhúsið
Nýja eldhúsið
Önnur mál
Hefðbundin kokkaklæðnaður áskillinn, hvítur jakki & svartar buxur.
kveðja
Nefndin
p.s.
heimasíðunefndin átti í miklum tölvuvandræðum, hrun hjá fleirum heldur enn bönkunum og því varð seinkun á þessu fundarboði.
Einnig er ekki víst að allir sem eru vanir að fá fundarboð hafa fengið, jafnt og einhverjir sem afskrifað hafa sig eru að fá fundarboð á nýju.
Þessu verður kippt í lag á næstu vikum.
kveðja
Heimasíðunefndin
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or