Freisting
Kaffibrennslan á meðal þeirra bestu
Kaffibrennslan í Pósthússtræti, sem nú heitir Brons, er á lista yfir 80 bestu bari í heimi, sem ástralska ferðaskrifstofan Thirsty Swagman mælir með. Þetta kemur fram febrúartölublaði karlatímaritsins Ralph.
Ferðaskrifstofan Thirsty Swagman býður viðskiptavinum sínum m.a. að ferðast um heiminn til að heimsækja krár og drekka öl.
Það er frábært að sjá hve margar krár og barir, sem eru í þeim löndum sem við heimsækjum, eru á meðal þeirra bestu í heiminum, segir Karen Logan, upplýsingafulltrúi Thirsty Swagman.
Rock City í Phuket á Taílandi er hins vegar sagður besti barinn í heiminum í dag. Þetta kemur fram í grein sem kallast Umhverfis heiminn á 80 börum.
Sem fyrr segir er minnst á Kaffibrennsluna í Reykjavík, auk Tiger Bar í Taílandi, Harrys Quayside Bar í Singapore, Deschlers Bar og The Mini Bar í Nýja Sjálandi, Düsseldorf Altstadt í Þýskalandi, DAlmhuettn í Austurríki og Beer Factory í Tékklandi.
Af vef Mbl.is
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or