Vertu memm

Freisting

Safnahelgi á Suðurlandi 7. – 9. Nóvember 2008

Birting:

þann

Rauða Húsið Eyrabakka – Sjávarfang

Vel mettur og sæll ( ekki komdu sæll ) lagði kallinn af stað frá Klaustri og kúrsin tekin í vestur eins og áður er sagt.

Hafði á leiðinni austur séð að það var komið nýtt hús við Landvegamót og ákvað þá að stoppa þar í bakaleiðinni, þó mér blóðlangaði að stoppa á Skógum og fá mér Kjötsúpu en ég var svo pakksaddur að það fauk út af borðinu “med de samme”, enda kom á daginn að þegar ég renndi framhjá var lystin í næsta bíl á eftir,( ég meina matarlistin ), framhjá Hvolsvelli og að skálanum  áðurnefnda, en mikið sá ég eftir því að hafa ekki stoppað hjá vini mínum honum Guðmundi í Hlíðarenda sem er að reyna að rífa staðinn upp eftir misjafnt gengi ævintýramanna , því viðurgjörningurinn hefði verið betri hjá honum, en það litla sem í boði var í Landvegamóts skálanum, mín mistök.

Eftir stutt stopp skundaði kall út í bíl með kút af diet kók og keyrði í burt með þá hugsun að hér myndi maður aldrei stoppa aftur.  Áfram framhjá Hellu, svo Selfoss og niður á Eyrabakka að veitingastað sem heitir Rauða húsið, en þar skyldi tekið hús á Pétri  Andréssyni eiganda og yfirmatreiðslumeistari staðarins en hans aðkoma fólst í sjávarfangi.

Matseðillinn var eftirfarandi:

Marineraður Ölfusárlax með laxahrognum og agúrkustrimlum

Auglýsingapláss

*****************

Bakaður Þorskur úr Þorlákshöfn á hvítlauksbökuðum gulrótum og smjörsósu

*****************

Grillaður Hornafjarðarhumar með fersku salati og kryddssmjöri

Allt voru þetta firnagóðir réttir og er það virkilega ánægjulegt hvað eldamennskan á landsbyggðinni er í háum standard ég segi bara til hamingju Sunnlendingar ,” sæll þarf eitthvað að ræða þetta ,hélt ekki “.

Þá er komið að lokum í kvöld verið þið sæl ( muniðið þið hvaða þáttur endaði svona í mörg ár ) svar í næsta pistli.

Auglýsingapláss

Safnahelgi á SuðurlandiFimmti hluti

Safnahelgi á SuðurlandiFjórði hluti

Safnahelgi á SuðurlandiÞriðji hluti

Safnahelgi á SuðurlandiAnnar hluti

Safnahelgi á SuðurlandiFyrsti hluti

/Sverrir

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið