Uncategorized
Áfengisgjaldið hækkar um 12,5%
Fjárlagafrumvarpið gerði ráð fyrir 11,5% hækkun áfengisgjalds, en lög um 12,5% hækkun voru afgreidd á Alþingi í kvöld. Þetta gjald er krónuskattur sem leggst á áfenga drykki og hefur verið hingað til 58.70 kr pr. % vínanda, að frádregnum 2,25% fyrir bjór og léttvín upp að 15% vínanda. Þetta þýðir skv. fréttatilkynningu frá ÁTVR að léttvín (13,5%) hækkar um 5,2%, bjór (5%) um 5,8%, vodki um 9,2% og koníak um 4,4%.
Þetta er þó ekki endanlegar tölur þar sem ÁTVR gefur birgjunum möguleika á að tilkynna um nýtt verð og ný verðskrá verður birt í kjölfari, segir í tilkynningu frá ÁTVR. Miðað við verðhækkanir undanfarið í flutningskostnaði og í kjölfar gengishrun krónunnar, er mjög ólíklegt að birgjar taki að sér jafnvel hluta af þessari hækkun þannig að reikna má með að þessi hækkun skilar sér til fulls í útsöluverð.
Samtök iðnaðarins hafa þegar mótmælt þessa hækkun fyrir hönd bjórframleiðendanna, þar sem verðhækkun kemur mjög hart niður á íslenska framleiðslu:
„Samtök iðnaðarins gagnrýna harðlega 12,5% hækkun áfengisgjalds, sem samþykkt var á Alþingi í kvöld. Þá segja samtökin að Alþingi ætli að höggva í sama knérunn með því að hækka álagningu ÁTVR á bjór um tæp 39% samkvæmt frumvarpi sem Alþingi er með til afgreiðslu.
Um er að ræða frumvarp um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Segja Samtök iðnaðarins, að samkvæmt frumvarpinu sé álagning ÁTVR á bjór að hækka um hvorki meira né minna en tæp 39%. Þegar áfengisgjaldahækkunin, sem samþykkt var í þinginu í kvöld, bætist við hækki útsöluverð á bjór verulega. Ríkið sé þá að taka til sín tekur 70% af útsöluverði til sín í formi áfengisgjalda, álagningar og virðisaukaskatts. Þetta getur ekki gengið,“ segja SI.“ (mbl.is 11.12)
Dominique
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or