Vertu memm

Freisting

Kynning á Essential cusine vörum

Birting:

þann

Garri bauð til kynningar á vörum frá breska fyrirtækinu Essential Cusine ( www.essentialcuisine.com ) á Hilton Nordica fimmtudaginn 2. Október síðastliðinn, en fyrirtækið sérhæfir sig í gerð krafta í háum gæðaflokki.

Eigandinn var sjálfur á svæðinu en hann er matreiðslumaður að mennt og heitir Nigel Crane og sagði hann mér að ástæðan fyrir að hann fór út í þessa framreiðslu var sú að honum fannst vanta krafta á markaðinn sem væru með lágt salt innihald, ekki aukaefni og væri með alvörubragði eins og koma þegar soð eru löguð frá grunni.

Nigel Crane hefur margra ára reynslu í faginu og var á Dorchester hótelinu í tíð Anton Moisemann og er hann í félagskap fyrverandi sous chefa á Dorchester hótelinu.

Óhætt er að segja að brögðin sem eru af kröftunum séu ekta og til gamans þá hef ég haft þá mælistiku að athuga hvernig fiskikraftur viðkomandi er á bragðið, því oftast bragðast þeir eins og fiskimjöl en þarna kvað við annan tón það var virkilega fiskbragð af honum, það var sama hvað maður bragðaði á að orginal bragðið var alls staðar til staðar, og er þetta kærkomin viðbót í flóru krafta á íslenska markaðinn.

Meðfylgjandi myndir er frá kynningunni.

 

Auglýsingapláss

Myndir og texti; Sverrir

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið