Freisting
Hinn árlegi haustfagnaður Salatbarsins
Eins og undangengin ár hefur veitingamaðurinn á Salatbarnum, hann Ingvar Guðmundsson hóað saman vissum hóp fólks, til að fagna komu haustsins og þeim gnægtum sem sá árstími gefur í uppskeru á matvælum.
Í ár var tjaldað því besta sem Vestur húnversk matagerð býr yfir svo sem kjötsúpu með kjötbragði, blóðmör og lifrapylsa soðin og steikt með sykri, soðið lambakjöt, Svið, heimalöguð sviðasulta, nýrna og sveppa pottréttur, hjörtu í rjómasósu, lifur í lauksósu, einnig pönnusteikt lifur með eplum, lauk og bacon og er það eftir að Ingvar fór einu sinni til Danmerkur og sá ljósið, að það væri til meira en húnversk eldamennska, svo var kartöflumauk, rófumauk, soðnar kartöflur, jafningur og í eftirrétt var val um silkiskyr með krækiberjum eða bláberjum eða grjónagrautur með kanilsykri og rjómablandi.
|
|
Veitingamaðurinn hefur löngum haft gaman af að segja sögur af heimaslóð, en þó var það ræðumaður kvöldsins sem kjaftaði hann í kútinn, en þar var á ferð Séra Pálmi Matthíasson prestur en hann þjónaði í sveitinni í um fimm ár, og þær runnu upp úr honum sögurnar hver annarri skemmtilegri og passaði það vel sem hápunktur kvöldsins.
|
|
Í fyrra þegar ég skrifaði grein um sömu uppákomu hvatti ég veitingamenn til að gefa íslenskum mat meiri gaum og verður að segjast að þessi matur á miklu meira upp á pallborðið í dag heldur en fyrir ári síðan og er það vel, því það er ekki alltaf best það sem er hinu megin ár.
|
|
Myndir og texti: /Sverrir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta7 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Frétt3 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum