Freisting
Matseðillinn á ekki sinn líka
Matseðill veitingastaðarins Rub23 á Akureyri hefur sérstöðu hér á landi og þó víðar væri leitað. Gestir para sjálfir saman hráefni og kryddblöndur.
RUP23 UMI Restaurant
-
Rub23 Umi Restaurant er í Kaupvangsstræti á Akureyri og er byggður á grunni veitingastaðarins Karólínu.
-
Einar og Kristján eru báðir með áralanga reynslu úr veitingageiranum.
Á veitingastaðnum Rub23 Umi Restaurant á Akureyri geta gestir parað saman hráefni og kryddblöndur (rub) að eigin vali. Fyrst velja þeir hráefnið (til dæmis ákveðna fisktegund) og því næst velja þeir þá kryddblöndu sem þeim líst best á. Blöndunum er síðan nuddað í fiskinn eða kjötið.
Þú getur þess vegna komið tíu daga í röð og borðað sama fiskinn en það er aldrei sama bragð af honum, segir Kristján Þórir Kristjánsson matreiðslumeistari sem á staðinn ásamt starfsbróður sínum, Einari Geirssyni.
Þessi samsetning matseðils gefur staðnum sérstöðu meðal veitingastaða hér á landi og þó víðar væri leitað. Ég held að það sé enginn svona staður erlendis heldur, að minnsta kosti ekki með þessum hætti. Við leituðum að því, segir Kristján.
Gæti gengið víðar
Kristján og Einar opnuðu Rub23 í júní á þessu ári og segir Kristján að reksturinn hafi gengið ótrúlega vel. Þetta hefur mælst vel fyrir, sérstaklega hjá útlendingunum sem spyrja mikið út í þetta. Ameríkanarnir sem koma hingað segja að svona staður myndi virka í Ameríku, segir Kristján sem útilokar ekki að þeir félagar færi út kvíarnar síðar meir.
Kristján og Einar bjóða lesendum 24 stunda upp á þrjá rétti sem eru dæmigerðir fyrir staðinn.
Við teygjum okkur aðeins til austurs. Þetta er svolítið asískt en með íslensku hráefni segir Kristján að lokum.
Hægt er að lesa uppskriftirnar í 24 stundum í dag.
Heimasíða Rub23 Umi Restaurant: www.rub.is
Greint frá í blaðinu 24Stundir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt3 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bóndadagurinn nálgast