Vertu memm

Uncategorized

Haustdagskrá vínþjónasamtakanna

Birting:

þann

Ólafur Örn Ólafsson

Nú fer að líða að því að haustdagskrá vínþjónasamtakanna verði kynnt og er í henni ýmislegt mjög áhugavert. Gerður hefur verið samstarfssamnigur við Hilton Reykjavík Nordica og koma öll námskeið til með að fara fram þar og fögnum við því mjög.

Stefnan er að hafa námskeið alltaf fyrsta sunnudag í hverjum mánuði og hefjum við dagskrána með pompi og pragt þann 7. September. 

Á fyrsta námskeiðinu sem ber heitið; „að taka þátt í vínþjónakeppni“ verður farið í gegn um allt sem fer fram í vínþjónakeppnum og þáttakenduum gefinn kostur á því að spreyta sig á stuttu prófi auk þess sem farið verður í gegnum blindsmakk og verklega hluta. 

Þetta námskeið er hugsað fyrir alla þá sem eru forvitnir um það hvernig svona keppnir fara fram og ekki síst sem undirbúningur fyrir keppnina um Vínþjón Íslands sem fram fer í byrjun Oktober.  Námskeiðið er sem fyrr segir opið öllum þeim sem hafa áhuga þó þeir séu ekki skráðir félagar í samtökin.

Nánari haustdagskrá verður síðan kynnt á næstu vikum.

Með von um að sjá sem allra flesta,

Ólafur Örn Ólafsson
Forseti Vínþjónasamtaka Íslands

Mynd: Vox.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið