Freisting
Minnsta hótel í heimi ?

Minnsta hótel í heimi er væntanlega fundið. Það er í þorpinu Amberg í Bæjaralandi og er aðeins 53 fermetrar að stærð. Þótt húsið sé ekki stórt kostar sitt að gista þar: 190 evrur á sólarhring eða jafnvirði rúmlega 23 þúsund króna.
Húsið, sem nefnist Eh’haeusl ( www.ehehaeusl.de ) eða hjónabandshúsið, var byggt árið 1728 þegar reistir voru veggir á milli tveggja bygginga og þak sett yfir. Eitt sinn var húsið notað til að sniðganga hjónabandslög, sem kváðu á um að pör, sem vildu gifta sig, yrðu að eiga fasteign. Var húsið þá skráð á hjónaleysi svo þau gætu fengið leyfisbréf og síðan gekk húsið til næsta pars.
Hótelið hefur nú verið opnað að nýju eftir endurbætur. Brúðhjón gista þarna gjarnan á brúðkaupsnóttina.
Smellið hér til að skoða myndskeið á vef Mbl.is
Mynd: ehehaeusl.de | [email protected]
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Pistlar6 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta7 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Markaðurinn2 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn2 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn3 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni3 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028





