Frétt
Loksins, loksins nýjar og ætar kartöflur
Eldsnemma þriðjudags morgun s.l. hóf Birkir Ármannsson bóndi í Vestur-Holti í Þykkvabæ að taka upp kartöflur af premier gerð, en þetta eru fyrstu kartöflur ársins, og komu þær fyrstu í verslanir sama dag.
Af því tilefni var matgæðingum stefnt til veislu hjá Úlfari Eysteinssyni á Þremur Frökkum www.3frakkar.com með Landbúnaðaráðherra fremstan í flokki, til að smakka á herlegheitunum nýsoðnar íslenskar kartöflur með smjöri.
Ber að fagna svona uppákomum og á Úlfar heiður skilið fyrir framtakið, og legg ég til að fleiri taki upp þennan sið og geri þetta að árlegri hátíð um miðjan júlí, hátíð kartöflunnar.
Mynd: 3frakkar.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt2 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar







