Vertu memm

Freisting

Gordon Ramsey á Íslandi að smakka Lunda

Birting:

þann

Já kallinn er kominn á klakann og það í annað sinn, nú er hann hér til að taka upp efni í næstu seríu af F-word þáttunum og varð lundinn fyrir valinu hér á landi en serían gengur út á að hann tekur fyrir frekar óvenjulegt hráefni frá ýmsum stöðum.

Fyrir valinu var Lækjarbrekka www.laekjarbrekka.is til upptöku, en sá staður er einn af veitingastöðum borgarinnar sem býður upp á rétti úr lunda á matseðli sínum.  Kokkarnir ræstir út snemma morguns til aðstoðar kallinum við upptökur, í forrétt reyktur og grafinn nú hvað haldið þið auðvitað Lundi og aðalréttur Lundabringur í Brennivínssósu, en báða þessa rétti má finna á sérréttarseðli staðarins.

Að sögn Kristófers Þórðarsonar Yfirmatreiðslu-manns staðarins, virkaði hann sem þægileg persóna með gott viðmót og yfirgaf staðinn sáttur.

Síðan lá leiðin til Vestmannaeyja þar sem hann og hans föruneyti ætlaði að freista þessa að veiða lunda og kemur það væntanlega í ljós þegar þátturinn verður sýndur, hvernig til tókst.

Í Eyjum voru það pikklað blómkál og Spergil sem voru í aðalhlutverki næringarinnar og voru þau orðin nokkuð svöng þegar í bæinn var komið.


Ristaðir humarhalar

Um kvöldið var hópurinn mættur í Grillið á Radisson SAS hótel Sögu í graut hjá Bjarna G. Kristinssonar og hans fólki. www.grillid.is  

Auglýsingapláss

Matseðillinn var eftirfarandi að sögn Bjarna:

Forréttur
Ristaðir humarhalar með rauðvínsgljáa,vatnsmelónum og ætiþistlum

Aðalréttur
Nautalund og hægelduð rif með steinseljurót og madeira gljá

Að auki var ferskt salat borið á borð.

Ekki var annað að sjá en hópurinn væri ánægður með viðurgjörning Sögumanna.


Nautalund og hægelduð rif

Myndir af réttum: Bjarni Gunnar Kristinsson /Texti: Sverrir

Auglýsingapláss

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið