Vertu memm

KM

Athugasemd frá Klúbbi matreiðslumeistara

Birting:

þann

Í nýlegu fréttabréfi SAF (Samtaka ferðaþjónustunnar) var fjallað um opnun á glæsilegu æfingaeldhúsi Bocuse d´or akademíunnar og Fastus ehf. Þar sem fulltrúi Íslands í þessari heimsþekktu keppni æfir af kappi.
Í greininni kemur fram að þetta sé í fyrsta skipti sem sérstakt æfingaeldhús er sett upp sérstaklega í þessum tilgangi.  Stjórn Klúbbs matreiðslumeistara lýsir yfir undrun á slíkum rangfærslum og áhyggjum af skammtímaminni aðstandenda og samstarfsmanna akademíunnar.  Þegar Hákon Már Örvarsson æfði fyrir þessa miklu keppni fyrir nokkrum árum var í fyrsta sinn sett upp sérstakt æfingaeldhús hjá heildversluninni Ísberg þar sem Hákon æfði við mjög góðar aðstæður, enda náði hann sögulegum árangri í keppninni.  Eigendur og starfsmenn Ísbergs stóðu að því með miklum glæsibrag og er klúbburinn þeim ævinlega þakklátur fyrir.

F.h. stjórnar Klúbbs matreiðslumeistara
Ingvar Sigurðsson
Forseti

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið