KM
Athugasemd frá Klúbbi matreiðslumeistara
Í nýlegu fréttabréfi SAF (Samtaka ferðaþjónustunnar) var fjallað um opnun á glæsilegu æfingaeldhúsi Bocuse d´or akademíunnar og Fastus ehf. Þar sem fulltrúi Íslands í þessari heimsþekktu keppni æfir af kappi.
Í greininni kemur fram að þetta sé í fyrsta skipti sem sérstakt æfingaeldhús er sett upp sérstaklega í þessum tilgangi. Stjórn Klúbbs matreiðslumeistara lýsir yfir undrun á slíkum rangfærslum og áhyggjum af skammtímaminni aðstandenda og samstarfsmanna akademíunnar. Þegar Hákon Már Örvarsson æfði fyrir þessa miklu keppni fyrir nokkrum árum var í fyrsta sinn sett upp sérstakt æfingaeldhús hjá heildversluninni Ísberg þar sem Hákon æfði við mjög góðar aðstæður, enda náði hann sögulegum árangri í keppninni. Eigendur og starfsmenn Ísbergs stóðu að því með miklum glæsibrag og er klúbburinn þeim ævinlega þakklátur fyrir.
F.h. stjórnar Klúbbs matreiðslumeistara
Ingvar Sigurðsson
Forseti
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Frétt2 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame