Freisting
Gordon Ramsay ælir íslenskum hákarli

Þá er komið að mestu áskoruninni, þetta er æðislegt ljúfmeti frá Íslandi,“ sagði sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay áður en hann gaf James May, úr bílaþáttunum Top Gear, kæstan íslenskan hákarl.
Rúmlega 114.000 manns hafa horft á myndbandsbrot af félögunum smakka íslenska gæðafæðið á Youtube, en brotið er úr þætti þar sem Ramsay gefur May ýmsan óhefðbundinn mat.
Hákarlinn var grafinn ofan í jörð og var þar í þrjá mánuði. Þú þarft að borða hann án þess að verða óglatt, þannig sannarðu að þú sért alvöru karlmaður,“ sagði Ramsay áður en hann skar vænan bita handa sér og May. Því næst hellti hann íslensku brennivíni í staup og félagarnir gæddu sér á góðgætinu.
James May var fljótur að klára sinn skammt en Gordon Ramsay, sem virðist vera mikill harðjaxl í þáttunum Hell’s Kitchen, var fljótur að spýta matnum ofan í fötu, en frá þessu er greint frá á hinum vinsæla fréttavef Mbl.is
Myndskeiðið á YouTube
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Pistlar6 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta7 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Markaðurinn2 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn2 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn3 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni3 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028





