Freisting
Gordon Ramsay ælir íslenskum hákarli
Þá er komið að mestu áskoruninni, þetta er æðislegt ljúfmeti frá Íslandi,“ sagði sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay áður en hann gaf James May, úr bílaþáttunum Top Gear, kæstan íslenskan hákarl.
Rúmlega 114.000 manns hafa horft á myndbandsbrot af félögunum smakka íslenska gæðafæðið á Youtube, en brotið er úr þætti þar sem Ramsay gefur May ýmsan óhefðbundinn mat.
Hákarlinn var grafinn ofan í jörð og var þar í þrjá mánuði. Þú þarft að borða hann án þess að verða óglatt, þannig sannarðu að þú sért alvöru karlmaður,“ sagði Ramsay áður en hann skar vænan bita handa sér og May. Því næst hellti hann íslensku brennivíni í staup og félagarnir gæddu sér á góðgætinu.
James May var fljótur að klára sinn skammt en Gordon Ramsay, sem virðist vera mikill harðjaxl í þáttunum Hell’s Kitchen, var fljótur að spýta matnum ofan í fötu, en frá þessu er greint frá á hinum vinsæla fréttavef Mbl.is
Myndskeiðið á YouTube
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði