Freisting
Hreindýraveiðikvótinn stækkaður á næsta ári
Umhverfisráðuneytið hefur að tillögu Umhverfisstofnunar ákveðið að heimilt verði að veiða allt að 1333 hreindýr á veiðitímabili komandi árs sem stendur frá 1. ágúst til 15. september. Að mati Náttúrustofu Austurlands mun veiði á þessum fjölda hreindýra ekki hafa áhrif á stærð hreindýrastofnsins.
Náttúrustofan annast vöktun á stærð stofnsins. Tillagan hefur einnig hlotið umfjöllun hreindýraráðs.
Umhverfisráðuneytið segir, að heimildin sé veitt með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðitíma hreindýra á næsta ári sem kalli á endurskoðun fjölda veiðiheimilda. Veiðikvóti þessa árs var 1137 dýr og reyndist veiðin þegar upp var staðið 1129 dýr. Umhverfisstofnun auglýsir og sér um úthlutun og sölu heimilda til veiða á hreindýrum, en greint er frá þessu á fréttavef Morgunblaðsins Mbl.is
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Keppni2 dagar síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Frétt4 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun