Uncategorized
Einn færasti vínþjónn landsmanna í umdeildu tímariti
Mikil umræða er um nýjasta tímarit Ísafoldar, þar sem áfengi er auglýst tólf til þrettán síðum í nóvembertölublaðinu. Heil opna er lögð undir víntegundina Campari og önnur opna undir Beefeater gin. Einnig eru í blaðinu heilsíðuauglýsingar á koníaki, viskýí, vodka, rauðvíni og bjór.
Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Ísafoldar segir að í blaðinu sé vönduð umfjöllun Stefáns Guðjónssonar, eins færasta vínþjóns landsmanna, um vín og áfengi. „Þetta er eins og hvert annað umfjöllunarefni og þjónusta við lesendur. Eins og fleirum þykir mér gæta tvískinnungs hér á landi. Áfengislögin svipta tímaritin ákveðnum tekjumöguleika á sama tíma og þau leyfa áfengisauglýsingar í gríðarlegum fjölda erlendra tímarita sem til sölu eru í verslunum.
Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar samkvæmt lögum frá 1998. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu, eins og segir í tuttugustu grein laganna.
Brögð hafa verið að því bann laganna við áfengisauglýsingum sé sé ekki virt og hafa verið höfðuð mál vegna þessa. Hins vegar hefur yfirvöldum ekki þótt ástæða til að amast við kynningarritum eða þemabæklingum ÁTVR um vín og áfengi sem dreift er í verulegu upplagi. Fyrir rúmri viku barst Reyni Traustasyni, fyrrum ritstjóra Ísafoldar og Mannlífs, bréf frá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins þar sem ekki er talið efni til þess að taka til greina kæru hans á hendur ÁTVR vegna meintra áfengisauglýsinga, en þetta kemur fram á fréttavef Dv.is.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s