Freisting
Japanir sitja uppi með 40,000 þúsund tonn af hvalkjöti
Japanar eiga þúsundir tonna af hvalkjöti í geymslu. Þetta kom fram í máli Chris Carters, umhverfisráðherra Nýja-Sjálands, sem sagði í viðtali við fjölmiðla nú í vikunni að talið væri að Japanir sætu uppi með 40.000 tonn af hvalkjöti í geymslum, þótt reynt hefði verið að koma kjötinu út í japönskum skólamötuneytum og við framleiðslu gæludýrafóðurs.
Carter segir hverfandi markað fyrir hvalkjöt.
Á vef Ríkisútvarps kemur fram að Japanska Kyodo fréttastofan hefur eftir Glen Inwood, talsmanni japanskrar hvalveiðistofnunar, að þetta sé ekki rétt – nær lagi sé að um 4000 tonn af hvalkjöti séu í geymslu. Þá sagði Inwood að Japanar eigi í viðræðum við Íslendinga um kaup á íslensku hvalkjöti.
Eftirfarandi myndband er klassískur áróður frá Greenpeace um Hvaladráp (7:29 mínútur), Athugið að í myndbandinu sýnir hvaladráp og öllu sem því fylgir og er ekki fyrir viðkvæma.
Mynd af vef Greenpeace, Hvalastöðin í Hvalfirði | [email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Pistlar23 klukkustundir síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var