Vertu memm

Freisting

Ingvar leiðandi í Salatbransanum

Birting:

þann


Ingvar Guðmundsson

Í nógu er að snúast hjá Ingvari á Salatbarnum við Faxafen enda mikill fjöldi sem kemur við hjá meistaranum daglega til að snæða sælkerasalat.

Fréttaritari kíkti í heimsókn til kappans í dag, en klukkan var um 12:30 (Já ég veit, það á ekki að trufla kokka á matmálstímum :), en fullt var út að dyrum og tók Ingvar sér smátíma í létt spjall.

Ingvar stendur vaktina alla daga og aðspurður um hvernig gengi og hve mikill fjöldi matargesta koma við hjá honum daglega, svarði hann:  „Það gengur mjög vel og það koma um 160-180 manns í hádeginu og á kvöldin er heldur minna eða um 60-80 manns, sagði Ingvar.


Slegið á létta strengi.


Ingvar sýnir hér einn rétt í nýútkominni bók

Ingvar er ekki eingöngu með Salatbarinn, heldur er Veisluþjónustan hjá honum geysivinsæl en hann er pantaður um hverja helgi marga mánuði fram í tímann. Hann lætur ekki þar við sitja, heldur hafði hann yfirumsjón á nýútkominni matreiðslubók sem ber heitið „Kjúklingaréttir“ og útgefandi hennar er Skjalborg. Kjúklingaréttir er erlend bók sem var þýdd yfir á íslensku, en Ingvar eldaði þó fjölmarga rétti upp úr bókinni sem voru ljósmyndaðir og notaðir í matreiðslubókina.

Freisting.is mælir með Salatbarnum, um að gera að kíkja og fá sér léttan snæðing.   Vigtin verður hliðhollari eftir nokkur skipti hjá Ingvari á Salatbarnum.

www.salatbarinn.is

Auglýsingapláss

 

Myndir: Freisting.is | [email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið