Freisting
Birtir ekki nöfn veitingahúsa sem ekki hafa lækkað verð
Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir ekki standa til að birta nöfn þeirra veitingahúsa Neytendastofa gerði verðkönnun hjá í ágúst. Könnunin leiddi í ljós að aðeins 4 prósent veitingahúsa lækkuðu verð þegar virðisaukaskatturinn var lækkaður í vor.
Fréttastofa stöðvar tvö hafði samband við Tryggva í morgun og óskaði eftir því að fá uppgefin nöfn þeirra veitingastaða sem verðkönnunin náði til sem og niðurstöður könnunarinnar.
Í samtali við fréttastofu sagði Tryggvi tilgang könnunarinnar hafa verið að auka verðvitund neytenda og að athuga hvort visðisaukaskattslækkunin þann 1. mars hefði skilað sér út í verðlag veitingahúsa.
Könnunin leiddi í ljós að 28 prósent veitingastaða höfðu hækkað verð frá því í mars en aðeins 4 prósent þeirra lækkuðu verð. Aðspurður sagði Tryggvi það ekki vera til hagsbóta fyrir neytendur að birta lista yfir þá veitingastaði sem könnunin náði til, listinn hefði ekki verið tæmandi og því myndi slíkt bara valda óánægju meðal veitingahúsaeigenda. Því væri það ósanngjarnt að birta könnunina í heild.
Smellið hér til að horfa á frétt Stöðvar 2 um málið.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var