Freisting
Birtir ekki nöfn veitingahúsa sem ekki hafa lækkað verð

Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir ekki standa til að birta nöfn þeirra veitingahúsa Neytendastofa gerði verðkönnun hjá í ágúst. Könnunin leiddi í ljós að aðeins 4 prósent veitingahúsa lækkuðu verð þegar virðisaukaskatturinn var lækkaður í vor.
Fréttastofa stöðvar tvö hafði samband við Tryggva í morgun og óskaði eftir því að fá uppgefin nöfn þeirra veitingastaða sem verðkönnunin náði til sem og niðurstöður könnunarinnar.
Í samtali við fréttastofu sagði Tryggvi tilgang könnunarinnar hafa verið að auka verðvitund neytenda og að athuga hvort visðisaukaskattslækkunin þann 1. mars hefði skilað sér út í verðlag veitingahúsa.
Könnunin leiddi í ljós að 28 prósent veitingastaða höfðu hækkað verð frá því í mars en aðeins 4 prósent þeirra lækkuðu verð. Aðspurður sagði Tryggvi það ekki vera til hagsbóta fyrir neytendur að birta lista yfir þá veitingastaði sem könnunin náði til, listinn hefði ekki verið tæmandi og því myndi slíkt bara valda óánægju meðal veitingahúsaeigenda. Því væri það ósanngjarnt að birta könnunina í heild.
Smellið hér til að horfa á frétt Stöðvar 2 um málið.
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar6 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta7 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Markaðurinn2 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn2 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn3 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu





