Uncategorized
Rís bjórverksmiðja í Vestmannaeyjum í vor?
Í gangi er könnun á hagkvæmni þess að setja á stofn bjórverksmiðju í Vestmannaeyjum. Verði niðurstaðan jákvæð er stefnt að því að hefja starfsemi næsta vor og er gert ráð fyrir sex til átta störfum við verksmiðjuna, en þetta er greint frá á Suðurlandsvefnum Sudurland.is
Það er fyrirtækið 2B-Company á Selfossi sem þarna á hlut að máli en annar eigandi þess er Eyjamaðurinn Björgvin Rúnarsson. Þetta er á frumstigi hjá okkur,“ sagði Björgvin. Við erum að skoða þennan möguleika og láta reikna út hvort hagkvæmt sé að setja upp bjórverksmiðju í Eyjum. Við erum með fjársterka aðila á bak við okkur sem ég get ekki upplýst strax hverjir eru.
Okkur er full alvara og Vestmannaeyjar eru eini staðurinn sem kemur til greina hjá okkur. Þetta gæti skapað sex til átta störf og gangi allt upp byrjum við í vor og stefnum á að framleiða 1,5 milljón lítra á ári til að byrja með,“ sagði Björgvin.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin