Freisting
Hótel Rangá ekki lengur Icelandair Hotel
Á heimasíðunni Eyjan.is er greint frá að Icelandair hefur sagt upp samstarfssamningi sínum við Hótel Rangá en aðaleigandi þess er Friðrik Pálsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landssímans og SÍF.
Friðrik staðfesti þetta í samtali við Eyjuna í dag. Það er rétt. Þeir gerðu það. Hann vill þó ekki upplýsa um ástæður riftunarinnar. Er ekki best að þeir svari því, þessir herramenn?
Samkvæmt heimildum Eyjunnar er ástæða uppsagnarinnar óánægja Icelandair með framkvæmd Friðriks og félaga á Hótel Rangá á samningnum, en þeir vilja meina að farið hafi veri allt of frjálslega með Icelandair Hotels stimpilinn. Hann hafi í óleyfi verið notaður til að leigja út gistirými sem ekki standi undir þeim kröfum sem Icelandair setji. Tekið skal fram að ekki átt við sjálft Hótel Rangá, en það þykir hið besta hótel.
Icelandair Hotels hefur því hætt að selja gistingu hjá Hótel Rangá og tengdum hótelum. Heimildarmenn Eyjunnar innan Icelandair segja óvenjulegt að svo harkalega sé tekið á samstarfsaðilum félagsins en Jón Karl Helgason, forstjóri Icelandair mun hafa komið persónulega að ákvörðuninni.
Friðrik segist ekki sáttur við þessi málalok en segir að enginn bilbugur sé á rekstraraðilum Hótel Rangár. Aðspurður hvort hann sé búinn að gera samning við annan samstarfsaðila segir hann svo ekki vera, Við bara förum aðrar leiðir í okkar markaðssetningu. Við eigum marga kosti í þeim efnum enda eigum við mörg hótel á Suðurlandi, segir Friðrik að lokum.
Greint frá á Eyjan.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin