Uncategorized
Pólitísk samstaða um lækkun áfengisverðs

Forystumenn fjögurra flokka á Alþingi segja tímabært að endur skoða opinber gjöld á áfengi. Varaformaður Samfylkingar, Ágúst Ólafur Ágústsson, hefur lýst því yfir í Blaðinu að lækka þurfi áfengisverð. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er sama sinnis: Íslendingar eru fullfærir um að taka ákvarðanir um áfengisneyslu sjálfir, án þess að stjórnvöld stýri neyslu með háum áfengisgjöld um. En það þarf að auka forvarnir í þessu máli eins og öðrum.“
Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG, segir vel koma til greina að lækka opinber gjöld á áfengi. Ég held að neyslustýringin sé ekki að virka, og held að gjöld á áfengi hafi ekki áhrif á það hvernig vínmenning þróast.“
Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segir mikilvægt að halda að einhverju leyti áfram sömu stefnu í áfengismálum. En ég styð það að gjöld á léttvín og bjór verði lækkuð, og ég held að stefna Framsóknarflokksins sé almennt í þessum anda.“
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra er fylgjandi því að lækka opinber gjöld á áfengi, en vill að á móti verði forvarnir auknar. Auðvitað á að stefna að því að verð á áfengi, eins og á öðru, sé í samræmi við það sem gengur og gerist í Evrópu. Það er stefna stjórnarinnar að lækka vörugjöld og afnema sértæka skatta, og lækkað áfengisgjald er partur af því ferli.“
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, var ekki tilbúinn að svara því hvort hann væri fylgjandi lækkun áfengisverðs.
Nánar í Blaðinu í dag
Greint frá Mbl.is
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar5 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta6 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Markaðurinn1 dagur síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Keppni7 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni
-
Markaðurinn1 dagur síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt





