Markaðurinn
Nýtt frá Figgjo
Enn á ný kynnir norski postulínsframleiðandinn Figgjo, byltingarkenndar nýjungar fyrir atvinnueldhúsið. Að þessu sinni er það diskalínan Figgjo O og þriggja diska viðbót í Figgjo Gastronorm línuna.
Figgjo O línan samanstendur af tveimur diskum, sá minni 27cm og stærrri 32cm. Diskarnir eru hringlaga með breiðr brún og sérstakri skoru milli matarflatarins og brúnarinnar. Diskarnir eru mjög þunnir sem gefur þeim einstaklega glæsilegt yfirbragð. Lögun diskanna krefst hugmyndaauðgi kokksins og skapar nýja og spennandi möguleika á framsetningu matarins.
Stílhreint útlit diskana gefur endalausa möguleika á að blanda þeim saman við aðrar Figgjo vörur. Slétt og fágað útlitið fellur vel við aðrar Figgjo línur þar sem fjölbreytileiki er hafður að leiðarljósi.
GN diskarnir eru viðbót í Figgjo Gastronorm línuna. Diskarnir eru glæsilegir með skörpum rúnnuðum hornum. Þeir eru mjög hentugir og uppfylla kröfur markaðarins um stærri matarfleti. Þeir henta vel þegar bera á fram einn rétt og einnig sem bakki fyrir hlaðborð og veisluþjónustur. Tilvalið er að blanda þeim við aðrar Figgjo vörur eins og minnstu Gastronorm diskana. Með þeim er hægt að bera matinn fram á fallegan og óvenjulegan hátt og um leið mæta kröfum kokksins um postulín á postulíni framsetningu.
Það er A.Karlsson sem er umboðsaðili Figgjo á Íslandi. Allar nánari upplýsingar veitir Helgi í síma 5600924
-
Uppskriftir7 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta16 klukkustundir síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði