Freisting
Forsætisráðherra gagnrýnir veitingamenn
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, lýsir miklum vonbrigðum með að veitingastaðir hafi ekki lækkað verð í samræmi við lækkun virðisaukaskatts um mánaðamótin. Matvöruverslanir virðast hins vegar hafa skilað skattalækkuninni vel út í verðlagið, að mati Hagstofunnar.
Forsætisráðherra lýsti hádegisviðtalinu á Stöð tvö ánægju með hvernig matvöruverslanir hefðu skilað skattalækkuninni til almennings en vonbrigðum með veitingahúsin.
Hagstofan segir þau hafa lækkað verð um 3% þegar skattalækkun hafi gefið tilefni til 8,8 prósenta verðlækkunar.
Fleiri mál voru rædd í hádegisviðtalinu. Þar kvaðst Geir tilbúinn að bregðast við áskorun borgarafundar á Ísafirði í gær og að mál Vestfirðinga yrðu væntanlega rædd á ríkisstjórnarfundi á morgun.
Þá lýsti forsætisráðherra eindregnum stuðningi við stækkun álversins í Straumsvík og virkjanir í Þjórsá.
Greint frá á Visir.is
-
Uppskriftir7 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta17 klukkustundir síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði