Vertu memm

Freisting

Hinrik ánægður með Lyon

Birting:

þann

Hinrik Carl Ellertsson á leið til veitingastað Paul BocuseVið sitjum hérna upp á herbergi eftir langan dag á sýningunni, allir búnir að ganga sig upp að herðum og búið að skoða mikið. 

Það er gjörsamlega allt á þessari sýningu sem tengist mat og matargerð, sama hvort það er leirtau eða pökkunarvélar.  Það er mikil upplifun að koma á keppnissvæðið, manni dettur helst í hug vígvöllur, lætin eru ótrúleg.

Við fórum á pastry keppnina og þar voru Kóreumenn og Japanir með stórar trommur og lúðra og allir dressaðir í galla.  Mikil umræða hefur spunnist um hverjir munu taka þetta og er komið í gang veðmál hérna á milli nokkurra.  Flestir veðja á Norðmenn eða Svía, en það eru miklar væntingar gerðar til okkar manns og ég held að allt verði vitlaust á pöllunum síðar í dag. 

Við fengum að gjöf þessa fínu víkingahatta og söngtexta til að mæta með á morgun og  býst ég við því að allt verði vitlaust.

En látum myndirnar tala sínu máli.

Kveðja,
Hinrik frá Lyon

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið