Freisting
Að éta skóna sína..
Félagið Matur- saga-menning gengst fyrir öðrum fræðslufundi vetrarins fimmtudaginn 30. nóvember kl 20 að Grandagarði 8 í Reykjavík. Í þetta sinn verður umfjöllunarefnið Matur og ferðamennska. Íslenskur matur á borðum ferðamannsins fyrr og síð.
Sumarliði Ísleifsson, sagnfræðingur við Reykjavíkur akademíuna, ríður á vaðið þetta kvöld og fjallar um lýsingar á íslenskum mat og drykk í erlendum heimildum frá fyrri öldum, undir yfirskriftinni /Að éta skóna sína: Íslensk matarmenning í erlendum ritum um Ísland. Þar sýnir Sumarliði ýmis dæmi um erlenda texta þar sem greint er frá matarmenningu og drykkjusiðum Íslendinga á fyrri öldum og upplifun og lýsingum útlendinga á þeirri reynslu að vera í fæði á Íslandi.
Laufey Haraldsdóttir frá Ferðamáladeild Hólaskóla lítur okkur nær í tíma í seinna erindi kvöldsins, sem hún nefnir /Hafa ferðamenn áhuga á mat?
Staðbundinn matur, auðlind í ferðaþjónustu. Þar kynnir hún niðurstöður kannana á viðhorfum erlendra ferðamanna til matarins og áhuga þeirra á íslenskri matarhefð. Eins segir hún frá verkefninu Matarkistan Skagafjörður, sem er dæmi um hvernig nýta má auðlegð og menningu einstakra héraða í svæðisbundinni ferðamennsku. Að loknum erindum verður tími fyrir umræður, fyrirspurnir og spjall í bland við veitingar við hæfi.
Fundurinn „Að éta skóna sína“ verður haldinn að Grandagarði 8, fimmtudaginn 30. nóvember kl 20- 21:30 og er öllum opinn meðan húsrúm leyfir.
Fréttatilkynning
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun1 dagur síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina