Vertu memm

Neminn

Þriðji bekkur með fjáröflun fyrir útskriftarferð til Bocuse d´Or

Birting:

þann

Fjáröflun hjá 3. bekk Hótel og matvælaskólans er í dag og á morgun [laug. 25 nóv.] í Garðheimum í Mjódd að Stekkjarbakka 6 og vonandi á sunnudaginn ef birgðir leyfa.

Þessi fjáröflun er einn liður af mörgum fyrir útskriftarferð í janúar og ekki er verið að stefna á sólarlanda líkt og tíðkast hjá mörgum útskriftarnemum, heldur er ferðinni haldið til Lyon í Frakklandi á sjálfa keppnina Bocuse d´Or.

Það má með sanni segja að hér eru tilvonandi metnaðafullir matreiðslumenn.

Nemendurnir koma til með að selja gjafakörfu sem inniheldur fjölmargar sælkeravörur sem unnin hafa verið af sjálfum nemendunum.

Gjafakarfan inniheldur eftirfarandi:

Kjúklingaparfait
Dönsk lifrakæfa
Val á milli Reyktur eða grafin lax
Grísa-rillet

Á aðeins 1600.-

Það var Ragnar Wessmann fagstjóri sem sá um alla umsjón með verkefninu.

Það er um að gera kæru matreiðslumenn og meistarar að kíkja og versla gjafakörfu og í leiðinni að styrkja tilvonandi samstarfsmenn 🙂

Að sjálfsögðu var glens og gaman hjá nemendunum og brugðu þeir sér á leik við pökkun á gjafakörfunum í dag, kíkið á myndir hér (von er á fleiri myndum, sem verða bætt inn í þetta myndasafn um leið og þær berast)

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið